PIROUETTE
Afrekshópur | Keppnishópur
Pirouette er fyrir dansara, á aldrinum 4-15 ára, sem vilja taka dansferilinn sinn lengra, setja meiri metnað og æfa meira.
Dansarar í Pirouette keppa einnig fyrir hönd Danssporsins.
Prufur fyrir Pirouette hóp 2025-2026 fara fram 31. maí 2025
Grand hópur kl 13-14
Petit+Demi hópur kl 11:30-12:30
Pirouette skiptist upp í Grand, Petit og Demi
Stundatafla | Haustönn 2025
8. september - 7. desember
-
Grand Hópur
2010-2015
-
Petit Hópur
2016-2020
Sem vilja æfa meira -
Demi Hópur
2016-2020
Sem vilja æfa minna
Viðburðardagatal 2025-2026
Viðburðardagatal 2025-2026 verður birt síðar
Meðal viðburða verður:
Myndataka, kózýkvöld, myndbandsgerð, keppnir og sýningar
Verðskrá
-
Grand hópur
Haustönn 2025 (12 vikur): 140.000,-
Vorönn 2026 (14 vikur): 150.000,-
Sumarönn 2026 (5 vikur): 55.000,- -
Petit hópur
Haustönn 2025 (12 vikur): 110.000,-
Vorönn 2026 (14 vikur): 90.000,-
Sumarönn 2026 (5 vikur): 45.000,- -
Demi hópur
Haustönn 2025 (12 vikur): 70.000,-
Vorönn 2026 (14 vikur): 75.000,-
Sumarönn 2026 (5 vikur): 30.000,-
Annar kostnaður:
Atriðaæfingar, búningar, keppnis og æfingafatnaður, æfingavörur, ferðakostnaður, makeup og hárvörur
Til þess að halda kosnaði í lágmarki sjá dansaranir um fjáraflanir.
Einnig er hægt að nota frístundastyrk fyrir æfingagjöld
Algengar spurningar
-
Pirouette er fyrir nemendur, á aldrinum 4-15 ára, sem vilja taka dansferilinn sinn lengra, setja meiri metnað og æfa meira.
Nemendur í Pirouette hafa möguleika á að keppa fyrir hönd Danssporsins, bæði hér á landi og í útlöndum
-
Byrjað er á að skrá dansara í viðeigandi prufur í gegnum Abler.
Á prufudegi mæta dansarar í Danssporið (Þverholt 2, 270 Mosfellsbæ) 10 mínútum fyrir sinn prufutíma.
Dansarar fæddir 2016-2020 eru í prufum kl 11:30-12:30 og dansarar fæddir 2010-2015 eru í prufum kl 13-14.Dansarar skulu vera í dansfatnaði með hár greitt frá andliti.
Prufurnar fara fram eins og almennur danstími. Gerðar verða æfingar úr Jazz og Ballett og endað verður á lítilli dansrútínu.
Skráning í prufur er ekki bindandi. Niðurstöður verða sendar á foreldi/forráðamenn dansara.
Ef dansari kemst inn í Pirouette en treystir sér ekki til þess að taka þátt er hægt að afþakka plássi. -
Við erum ekki með ákveðinn fjölda sem kemst inn.
Við erum að leita að dönsurum með ákveðna eiginleika:
Sýnir mikinn aga, áhuga og metnað
Er tilbúin að læra nýja hluti og fara út fyrir þægindaramma
Sýnir nákvæmni í hreyfingum
Þorir að koma fram og getur sýnt allt sem í sér býr.
Er tilbúin að vinna með öðrum
-
Danssporið miðar við 2-3 danskeppnir á ári með möguleika á heimsmeistaramóti í dansi ef atriði komast áfram.
Keppnirnar fara ýmist fram hér á landi, í Bretlandi eða Evrópu.Keppnisplan er gefið út eftir að allar keppnir gefa út sínar dagsetningar.
Nemendur í Pirouette koma einnig fram á Nemenda og hátíðarsýningum Danssporsins.
Möguleiki er á að hópurinn fari í æfingaferð eða sýni á öðrum viðburðum.
-
Ef að þú ert með fleiri spurningar eða pælingar varðandi Pirouette mælum við með að hafa samband beint við Danssporið.
Hægt er að tala við danskennara í studioinu eða senda tölvupóst á: danssporid@gmail.com