PIVOT
Almennir danstímar (D1, D2, D3) | Acrobat
Pivot hentar vel fyrir þá sem hafa áhuga á að læra dans en vilja ekki keppa eða skuldbinda sig við keppnistengda hluti.
Pivot hentar einnig fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir Pirouette hóp.
Æfingar fara fram 1x-2x í viku.
Hægt er að æfa oftar með því að skrá sig í valtíma, þá er hægt að æfa allt að 3x í viku.
Forskráning á haustönn 2025
Forskráning fyrir haustönn 2025 er hafin!
Forskráningin hjálpar okkur að sjá hversu margir hafa hug á að dansa með okkur í haust. Ef fullt er í hóp í forskráningu biðjum við um að skrá á biðlista. Við reynum okkar besta að koma öllum að í hóp.
Greitt er 5.000,- fyrir forskráningu. Gjaldið fer upp í heildarupphæð haustannar.
Forskráningargjald fæst ekki endurgreitt.
Forskráning fyrir Acrobat: Allir áhugasamir geta forskráð sinn dansara en hafa skal í huga að Acrobat er hugsað sem viðbót við D-hóp. Dansarar í D-hóp eru því í forgangi inn í Acrobat.
Tímar Danssporsins og verðskrá
Haustönn 2025: 8. september - 7. desember
Aðalhópur - Almennir danstímar
Æfing 1x í viku (3-5 ára)
30.600,-
Æfing 2x í viku (5-15 ára)
63.750,-
Valtími - Acrobat
Æfing 1x í viku
15.000,- (Fullt verð 27.950,-)
Acrobat tímar Danssporsins byggjast upp á æfingakerfi “Acrobatic Arts” sem hefur skilað góðum og öruggum árangri hjá dönsurum.
Acrobat er tekið sem viðbót við danstíma.
Í almennum danstímum Danssporsins er unnið með mismunandi dansstíla yfir önnina eins og Jazz, Lyrical og Contemporary.
Auk dansins læra nemendur líka hvernig á að vinna með öðrum, efla sjálfstraustið sitt og auka líkamsvitund.
Stundatafla og viðburðardagatal
Stundatafla: Haustönn 2025
8. september - 7. desember
Stundatafla og viðburðardagatal verður birt síðar