Sumarnámskeið Danssporsins 2025

Sumarnámskeið í boði fyrir 4-15 ára.

Á námskeiðinu dönsum við, leikum, syngjum, kíkjum út og margt annað skemmtilegt.
Dansarar skulu koma með æfingafatnað og útifatnað eftir veðri. Einnig er mikilvægt er að mæta með hollt og gott nesti.
Á síðasta degi námskeiða fá dansarar köku og góðgæti.

Vikur í boði:

9.-13. júní (frí 9. júní) : fyrir hádegi
16.-20. júní (frí 17. júní) : fyrir hádegi
23.-26. júní : fyrir + eftir hádegi
11.-15. ágúst : fyrir + eftir hádegi
18.-22. ágúst : fyrir + eftir hádegi

Fyrir hádegi: 9-12
Eftir hádegi: 13-16
Allur dagurinn: 9-16

ATH. Hægt er að skrá sig á fleiri en eitt námskeið.